AutoCenter er umboðsaðili fyrir Nano Ceramic Protect á Íslandi.
Nano tæknin virkar þannig að efnið binst lakkinu sem útskýrir hinn langa endingartíma. Til að ná sem bestri bindingu er lakk bílsins djúpmassað svo yfirborðsflöturinn sé sléttur.

Í stuttu máli þá setjum við tvö mismunandi varnarlög yfir lakk bílsins.
Nano Soft er ytri vörnin, sem gefur bílnum gríðarlegan gljáa og hefur mikil vatnsfráhrindandi áhrif. Hana þarf að endurnýja á 12 mánaða fresti.
Efnunum er úðað á með sprautukönnu og þannig náum við að þekja öll svæði og einnig verður húðin alveg jöfn.
Einnig er í boði Nano meðferð að innan þar sem við notum þar til gerð efni frá Nano Ceramic á mælaborð og sætisáklæði bílsins. Eftir meðferðina mun ryk og drulla mun síður setjast á mælaborð og sæti.
Við bjóðum upp á 5 ára ábyrgð á verkinu, gegn því að bíllinn komi einu sinni á ári í endurnýjun á ytri vörninni (Nano Soft).
Engin þörf er að bóna bíl með Nano Ceramic vörn. Hann er þveginn á hefðbundinn máta með tjöruhreinsi, sápu og svamp og verður alltaf eins og hann sé nýbónaður að lokum. Mun auðveldara er að þrífa bíl með Nano Ceramic vörn en viðloðun óhreininda við lakkið verður mun minni.