Starfsmenn autocenter búa yfir áralangri reynslu af bílaréttingum

Hjá AutoCenter leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum. Við búum yfir bestu réttingarbekkjum og tækjum sem völ er á ásamt mikillar reynslu starfsmanna þegar kemur að bílaréttingum.

Fullkomnasti réttingarbekkur sem í boði er frá Car-O-Liner

Hjá okkur starfa menntaðir bifreiðasmiðir með margra ára reynslu. Vinnuaðstaðan er útbúin besta tækjabúnaði sem til er. Réttingarbekkurinn er flagskipið frá Car-O-Liner sem er leiðandi framleiðandi í réttingarbekkjum í heiminum. Hann er útbúinn tölvustýrðum mælitækjum sem tryggja það að allar mælingar eru eins nákvæmar og hægt er. Í tjónaskoðun förum við vel yfir bílinn og myndum allar skemmdir, útbúum Cabas skýrslu og sendum hana til viðeigandi tryggingafélags. Á sama tíma getum við einnig aðstoðað þig við að gera tjónaskýrsluna.

Lentir þú í tjóni?

Þá er fyrsta skref að bóka tíma í tjónaskoðun hér að neðan. Þú getur líka sent okkur póst eða hringt í síma 555-2000.