Framrúðuviðgerðir
Ef um litla sprungu er að ræða, ágætis viðmið er að sprungan sé minni en 100 kr peningur, er í flestum tilfellum hægt að gera við rúðuna í stað þess að skipta henni út. Mikilvægt er að gera við sprunguna sem fyrst þar sem litlar sprungur geta stækkað og skemmt út frá sér.
Viðgerð þér að kostnaðarlausu?
Ef hægt er að gera við sprunguna í rúðunni er viðgerðin þér að kostnaðarlausu og að fullu greidd af þínu tryggingafélagi. Við mælum með því að bóka tíma strax ef það er komin lítil sprunga og koma þannig í veg fyrir framrúðuskipti með tilheyrandi kostnaði.
Bókaðu tíma hér að neðan. Þú getur líka sent okkur póst eða hringt í síma 555-2000.